top of page
64485567_477314399697018_325646560564923

Upplýsingar og reglur

Þríþrautarfélagið Ægir3 stendur ólympískri þríþraut á Laugarvatni í sumar og eru hér nytsamlegar upplýsingar og reglur tengdar keppninni.

Reglur

Ólympísk þríþraut er hluti af stigakeppni Þríþrautasambands ÍSÍ og keppt er eftir reglum sambandsins sem má sjá hér.

Við minnum svo sérstaklega á nokkur atriði:

  • Blautbúninga- og hjálmaskylda.

  • Skila tímatökuflögu og númeri strax að keppni lokinni.

  • Bannað er að keppa með tónlist í eyrunum (allar greinar).

  • Bannað er að henda rusli t.d. utan af orkugeli.

  • Hjóla þarf hægra megin á veginum og fylgja þarf umferðarreglum.

  • Aldurstakmark er 18 ára fyrir ólympíska þríþraut, miðað við fæðingarár.

  • Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum. Sérstaklega er tekið fram að vatnið er kalt og keppendur skulu hafa reynslu af því að synda í köldu vatni.

Upplýsingar

KEPPNISHALDARAR

Þríþrautarfélagið Ægir3 heldur keppnina.​

BRAUTARGÆSLA OG ÖRYGGISMÁL

Sjálfboðaliðar munu sjá um brautargæslu við snúningspunkta, þveranir við götur og aðra varasama staði.

Björgunarsveitarmenn verða með gæslu á vatninu á mótorbáti. 

Keppendur skulu taka fullt tillit til að ekki er lokað fyrir neina umferð á götum og því skal gæta varúðar.

DÓMARAR

Tveir dómarar koma frá Þríþrautarsambandi Íslands.

SKRÁNING

Skráning er bindandi og eru skráningargjöld aldrei endurgreidd. Við búum á Íslandi og eigum von á öllum veðrum. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til þess að færa keppni frá laugardegi yfir á sunnudag ef veðurfar á laugardegi er svo slæmt að ekki sé stætt að halda mót. Ef keppni er aflýst eða hún færð geta keppendur fengið að færa skráningargjöld á milli ára.

VERÐLAUN

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla og kvennaflokki.

​Í boðþraut er ekki skipt sérstaklega niður eftir kyni og eru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

TÍMAMÖRK

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að stöðva keppanda ef hann hefur ekki lokið innan eftirfarandi tímamarka.

Þessi tímamörk breytast ef stytta þarf eða fella niður einhverjar greinar (t.d. sundlegg) og verður það þá tilkynnt sérstaklega.

Ólympísk þraut.

Sund skal klárast innan 0:50 frá ræsingu.

Hjól skal klárast innan 2:45 frá ræsingu.

Hlaup skal klárast innan 4:00 klukkustunda frá ræsingu.

KEPPNISLÝSING

Ræst verður úti í vatninu og allir ræstir á sama tíma hvorri þraut. Keppendur eru í blautgöllum og með flöguna festa við ökkla. Keppendur labba út að rásmarki í vatninu sem merkt verður með flöggum. Það er hægt að botna á flestum stöðum í Laugarvatni en einnig verður bátur á vatninu til að gæta öryggis sundfólks. Eftir að sundi er lokið á að fara aftur á milli flagganna á leiðinni í land. Á skiptisvæðinu eru gallarnir skildir eftir við hjólastæðið og keppendur taka hjálm, númer á númerabelti (númerið snúi aftur). Við mælum með að fólk fari í peysu eða jakka eftir sundið svo það nái að halda á sér hita á hjólinu. Mótstjórn áskilur sér rétt til að krefjast þess að keppendur klæði sig fyrir hjólið ef samspil vatns- og lofthita verður óhagstætt. Hjólið er leitt út af skiptisvæðinu að merktri línu þar sem má fara á hjólið og hjóla af stað. Eftir hjólalegg er aftur hjólað að skiptisvæði, farið af hjólinu við línuna og hjólinu skilað á sama hjólastæði. Númerabeltinu er nú snúið þ.a. númerið sjáist framan á keppandanum. Ekki má fara út af skiptisvæðinu með hjálminn. Hlaupið er kringum þorpið samkvæmt leiðarlýsingu eða 2x5km í ólympískri þraut. Markið er við skiptisvæði.

KEPPNISFUNDUR

Keppnisfundur fyrir ólympíska þraut hefst kl. 09:20. SKYLDUMÆTING

HJÓLASKOÐUN

Keppendur skulu mæta með hjálm og hjól í hjólaskoðun.

Hjólaskoðun fyrir ólympíska þraut er milli klukkan 08:30-09:15.

SKIPTISVÆÐI

Teikning af fyrirkomulagi á skiptisvæði kemur síðar hér.

DRYKKJARSTÖÐVAR 

1. Drykkjarstöð er við skiptisvæði.

2. Drykkjarstöð er við snúningspunkt á hjólaleið á afleggjaranum til svínavatns.

3. Drykkjarstöð er á miðri hlaupaleiðinni.

VERÐLAUNAAFHENDING

Verðlaunaafhending verður klukkan 14:15 við skiptisvæðið.

HITASTIG Í VATNI

  • Búast má við að hitastigið í vatninu verði um 11-13 gráður. Það verður svo nánar mælt fyrir keppni og upplýsingar veittar.

  • Keppendur skulu hafa reynslu af því að synda í köldu vatni.  Það er skylda fyrir keppendur að vera í blautbúningi.  Það verður heimilt að nota neoprene sokka og neoprene húfu. Hanskar eru ekki leyfðir.

  • Hægt verður að krefja keppendur um að fara í utanyfirgalla á hjólinu ef keppnishaldarar meta aðstæður þannig.

  • Eftirfarandi tafla er samkvæmt keppnisreglum ÞRÍ og verður notuð fyrir keppni í báðum þrautum.

Hvað segirðu, eigum við að skrá okkur?

Við skulum ekkert vera að ofhugsa þetta. Skráning er opin, skráðu þig og mættu á Laugarvatn og taktu þátt í þessari veislu 🎉

bottom of page