Starfsárið 2015-2016

Árlegur kynningarfundur Ægis3 var haldinn sl. fimmtudagskvöld.
Farið var yfir helstu áherslur félagsins næsta árið, ný æfingatafla kynnt sem og þjálfarar félagsins.
Skipulag æfinga verður að mestu svipað og undanfarin ár, en með smávægilegum breytingum þó:
Sund: Morgunsundæfingar verða á mánudögum og þriðjudögum, kl.6:00 – 7:15, en kvöldæfingin á fimmtudögum er áfram inni, þannig að sundæfingar verða 3 í hverri viku (og einstaka laugardaga verður 4. sundæfingin sett inn með góðum fyrirvara).
Hjólreiðaæfingar: Við ætlum að vera með kjarnaæfingarnar okkar á trainerum í Crossfit RVK í Faxafeninu á fimmtudagsmorgnum kl.6:00 og laugardagsmorgnum kl.8:00.
(aðgangur á traineræfingar í CFR er innifalinn í æfingagjöldunum)
Við munum líka vera með útihjólaæfingar (fjallahjól eða crosshjól) á sunnudagsmorgnum eftir því sem veður leyfir.
Spinningæfingar verða því ekki lengur kjarnaæfingar í okkar töflu, en Ari verður með spinning í WorldClass 2-3svar í viku (sjá í kynningunni) sem við getum nýtt okkur eins og áður.
Hlaupaæfingar: Laugardagar verða brick-dagar, þannig að við hlaupum í framhaldi af traineræfingunni.
Að auki verða sendar út á blaði tillögur að hlaupaæfingum sem hægt er að taka þegar hentar, eða stilla sig saman á facebook, eða t.d. með Laugaskokki eða öðrum hlaupahópum.
Við vonumst ennþá til að komast eitthvað inn á hlaupabrautina í Laugardalshöllinni, en það er ekki komið á hreint.

Æfingagjöld fyrir æfingatímabilið 2015 – 2016 eru 44.000 kr.
Hægt er að dreifa æfingagjöldunum á 2 eða 4 jafnar greiðslum.
(40.000 kr ef greitt er í einni greiðslu.)
Æfingagjöld fyrir eina grein (sund eða hjól) eru 30.000 kr.
Æfingatímabil félagsins er 1.okt 2015 – 30.sept 2016.

Skráning fyrir starfsárið er komin af stað og við vonumst auðvitað til að sjá sem flest ykkar æfa með okkur í vetur og á næsta ári.  Skráning er hér!
(á skráningarforminu má sjá nánari upplýsingar um æfingagjöldin og greiðslufyrirkomulag)
Við biðjum ykkur að fylla út skráningarformið, jafnvel þó þið séuð búin að vera með okkur undanfarið starfsár, til að við séum með réttan póstlista, FB-grúppu o.s.frv.