Guðrún Björk Geirsdóttir keppti í járnkarli á Nýja Sjálandi

IMNZIMNZgudrun3

Guðrún Björk Geirsdóttir úr Ægi3 tók þátt í IronMan á Nýja Sjálandi núna í byrjun mars og lauk þar sínum þriðja járnkarli en hún fór fyrst í heila þraut árið 2015 í Florída.
Gúa eins og hún er kölluð verður 50 ára á árinu og segist hvergi nærri hætt að taka þátt í svona viðburðum og stefnir á að fara í Ironman í sex heimsálfum fyrir 60 ára afmælið.
Sundtími Gúu var 1:29, hjólatími 6:33 og maraþontími 5:52 en hún þurfti að labba meirihlutann af hlaupinu vegna krampa. Heildartíminn með skiptingum var 14:11:48
Félagar í Ægi3 óska Gúu innilega til hamingju með afrekið!