Frábær árangur í Stokkhólmi

Ben, Siggi og Sarah voru fulltrúar okkar í ITU í Stokkhólmi um nýliðna helgi en þetta mót er eitt af 10  mótum sem haldin eru á vegum ITU (International Triathlon Union).

Siggi gerði sér lítið fyrir og sigraði í hálf ólympískri vegalends á tímanum 01:05:11 en í heildina voru 453 keppendur skráðir í hans flokki.

Ben keppti í ólympískri vegalengd og náði þar öðru sæti af 1042 keppendum.

Sarah tók þátt í hálf ólympískri vegalend og nældi sér í fimmta sætið í sínum aldursflokk af 516 keppendum.

Sarah er á fullu að undirbúa sig fyrir ITU í Chicago sem fram fer um miðjan september. Þar  keppir hún fyrir hönd Nýja sjálands

Siggi í fyrsta sæti af 453 keppendum

750m 10:43 / 20km  30:53 / 5km 18:15 / 01:05:11

Ben í öðru sæti af 1042 keppendum

1500m 23:11 / 40km 1:02:37 / 10km  35:03 / 02:12:59

Sarah í fimmta sæti af 516 keppendum

750m 13:09 / 20km 33:37 / 5km  24:38 / 01:14:00

http://stockholm.triathlon.org/en/start/

SOR_SC_BM