Category Archives: Tilkynningar

World Class Innitvíþrautir 2016-2017

Innitvíþrautir World Class og Ægis3

500m sund / 5km hlaup

Tvær stakar þrautir

  • Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 klukkan 20:40
  • Fimmtudaginn 23. febrúar 2016 klukkan 20:40

Keppni í flokkum

  • 16-24
  • 25-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50 ára og eldri
  • Liðakeppni

Synt er í 50m innilaug Laugardalslaugar og hlaupið á hlaupabrettum í World Class Laugum.

Skráning á aegir3.is. Engin skráning á staðnum. Forskráningu lýkur kl: 23:00 tveimur dögum fyrir báðar keppnir.

 Þátttökugjald

  • Þátttökugjald er 2.500kr fyrir eina þraut.
  • Þátttökugjald í boðþraut (relay einn sundmaður/einn hlaupari) er 3.000kr fyrir eina þraut.

Keppnisgögn eru afhent í World Class Laugum. Vinsamlegast mætið tímanlega, eigi síðar en 30 mínútum fyrir keppni! Upphitun í laug hefst kl. 20:30

Aðgangur í búningsklefa World Class er innifalinn í þátttökugjaldi.

Nánari upplýsingar hjá:

Gunnhildur (8467292) 3aegir@gmail.com

14962844_10157855870770128_1769172876_n

 

Keppnisreglur

keppnisreglur-docx

 

Kynning á starfi Ægir3 2016 – 2017

Í gærkvöldi  var vel mætt á kynningarfund Ægir3 í Laugardalnum.

Farið var yfir starfsemi félagsins, dagskrá næsta árs, lykilæfingar,
nýjungar í þjálfunaráætlunum – hópaskiptingu eftir getu, æfingabúðir,
keppnir, gleði og langtímaplön.

Þríþrautarfólkið Sigurður Örn Ragnarsson og Þórunn Margrét Gunnarsdóttir
sögðu svo skemmtilega frá sínu kynnum af þríþraut.

Léttar íþróttaveitingar voru í boði BMC hjóla á Íslandi – Takk fyrir Jens!

Meðfylgjandi er kynningin sem Gunnhildur og Geir voru með:  Kynningarfundur2016

Íslandsmót í ólympískri þríþraut á Laugarvatni

Ægir3 stendur fyrir Íslandsmeistaramóti í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 12. júní, einnig verður boðið upp á sprettþraut.

Ræst verður í ólympískri þríþraut klukkan 9:00 en í sprettþraut klukkan 9:30.

Verðlaun verða veitt í einstaklings- og liðakeppni auk útdráttarverðlauna.

(Skráning í ólympíska þríþraut hér)

(Skráning í sprettþraut hér)

Skráningu lýkur á miðnætti 8. júní og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Ólympísk þríþraut
SUND – 1500m í Laugarvatni
HJÓL – 40km tveir hringir um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 10km þrír hringir um göngustíga og götur á Laugarvatni

Í boði bæði einstaklings og liðakeppni
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+.
Keppnisgjald er 7.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.000 kr. fyrir lið.

Sprettþraut
SUND – 400m í Laugarvatni
HJÓL – 10km einn hringur um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 3,3km einn hringur um göngustíga og götur á Laugarvatni

Einungis einstaklingskeppni í boði
Keppt verður í karla-og kvennaflokki.
Keppnisgjald er 5.000 kr.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.

Keppnisgöng verða afhent föstudaginn 10. júní í versluninni TRI Suðurlandsbraut 32 milli kl: 15 og 18. Á keppnisdag er mæting við skiptisvæðið fyrir framan sundlaugina á Laugarvatni klukkan 7:45. Keppnisfundur verður haldinn við skiptisvæðið klukkan 8:00.

Veitingar fyrir keppendur að lokinni keppni og við verðlaunaafhendingu.

Keppt verður samkvæmt reglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.

Mynd af keppnisleiðum. Hjólaleggur sprettþrautar er styttri en á myndinni.

13219711_10157065974735128_1751947437_n13153338_10157065974740128_504804885_n

 

Ný stjórn hefur skipt með sér verkum

Ný stjórn hjá Ægir3 tók til starfa nú í febrúar

Stjórnarmenn hafa skipt með sér verkum

Stjórn 2016:
Formaður:  Gunnhildur Sveinsdóttir, dundasveins(hjá)gmail.com
Gjaldkeri:  Kári Steinar Karlsson, ksk(hjá)verkis.is
Ritari:  Sigríður Þóra Valsdóttir, siggatv(hjá)gmail.com
Meðstjórnandi:  Geir Ómarsson, nossramo(hjá)yahoo.com
Meðstjórnandi:  Stephen Patrick Bustos,  stuckiniceland(hjá)yahoo.com

Einnig er hægt að hafa samband við stjórn og þjálfara í gegnum 3aegir(hjá)gmail.com

aegir3_stjorn_2016
Stjórn Ægir3

 

Ný stjórn hjá Ægir3

Ný stjórn hjá Ægir3

Aðalfundur var haldinn laugardaginn 6. febrúar, farið var yfir skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og kosin var ný stjórn.

Nýja stjórn skipa – Geir Ómarsson, Gunnhildur Sveinsdóttir, Kári Steinar Karlsson, Stephen Patrick Bustos og Sigríður Þóra Valsdóttir
Skipaðir voru fulltrúar í Mótanefnd, fjáröflunar-/styrktaraðilanefnd og skemmtinefnd
Geir Ómarsson sagði frá sínum ævintýrum frá árinu 2015

Seinna um kvöldið var haldin vel heppnuð árshátíð, þar sem Binni slóg í gegn með frábærum veitingum og árshátíðarnefndin sá til þess að allir skemmtu sér vel

Geir og Sarah voru útnefnd þríþrautarfólk ársins hjá Ægir3, Pétur Hannesson var valinn besti nýliðinn og Svavar G. Svavarsson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.  Aðrar viðurkenningar hlutu Guðjón Karl (Gutti), Ben, Hrafnhildur Mooney og Stephen Bustos

Áfram Ægir3

Aegir3_verdlaunAegir3_matur

Skriðsundsnámskeið hefst 11. janúar 2016

Þríþrautarfélagið Ægir3 heldur skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna.
Námskeiðið stendur frá 11. janúar – 3. febrúar.

Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 20.30 til 21.30 (samtals 8 skipti) í innilaug Laugardalslaugar.
Tvö námskeið verða í boði:
1. Fyrir byrjendur: Þeir sem eiga erfitt með að synda 25-50m skriðsund.
Kennari Gylfi Guðnason. Íþróttakennari og sundþjálfari Ægis-Þríþrautar.

2. Fyrir lengra komna: Þeir sem vilja bæta skriðsundstækni sína.
Kennari: Rémi Spilliaert – Sundþjálfari.

Skráning og upplýsingar hjá: remisp50@hotmail.com – s. 665 7004.

Verð: 13.000kr. fyrir 8 skipti. 
Inngangur í laugina er ekki innifalinn í námskeiðsgjaldinu.
Helmingurinn af námskeiðsgjaldinu gengur upp í æfingagjöldin hjá Ægi3.