Category Archives: Dagskra

LAUGARVATNSÞRÍÞRAUTIN     2017 

Ægir3 stendur fyrir fimmta Íslandsmeistaramótinu í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 18. júní, einnig verður boðið upp á sprettþraut og liðakeppni sem er tilvalin fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í þríþraut.

Ræst verður í ólympískri þríþraut klukkan 9:00 en í sprettþraut klukkan 10:00.

Verðlaun verða veitt í einstaklings- og liðakeppni auk útdráttarverðlauna.

(lokað hefur verið fyrir skráningu)

Skráningu lýkur á miðnætti 14. júní og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Ólympísk þríþraut
SUND – 1500m í Laugarvatni
HJÓL – 40km tveir hringir um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 10km þrír hringir um göngustíga og götur á Laugarvatni

Í boði bæði einstaklings og liðakeppni
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+.
Keppnisgjald er 8.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.500 kr. fyrir lið.

Athugið að keppnin er úrtökumót fyrir heimsmeistaramót alþjóða þríþrautarsambandsins. ITU

Sprettþraut
SUND – 400m í Laugarvatni
HJÓL – 10km einn hringur um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 3,3km einn hringur um göngustíga og götur á Laugarvatni

Einungis einstaklingskeppni í boði
Keppt verður í karla-og kvennaflokki.
Keppnisgjald er 5.000 kr.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.

Keppnisgöng verða afhent föstudaginn 16. júní, í versluninni TRI á Suðurlandsbraut 32. Á keppnisdag er mæting við skiptisvæðið sem er fyrir framan sundlaugina á Laugarvatni klukkan 7:45. Búningsaðstaða verður í Fontana. Keppnisfundur verður haldinn við skiptisvæðið klukkan 8:00.

Innifalið í keppnisgjaldi eru aðgangur að Fontana og súpa og brauð að lokinni keppni.

Keppt verður samkvæmt reglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.

Mynd af keppnisleiðum. Hjólaleggur sprettþrautar er styttri en á myndinni.

13219711_10157065974735128_1751947437_n13153338_10157065974740128_504804885_n

Innitvíþraut World Class og Ægir3

Innitvíþrautir World Class og Ægis3

Eins og áður 500m sund / 5km hlaup á bretti

Fimmtudaginn 7. desember 2017 klukkan 20:40

Keppni í flokkum

 • 16-24
 • 25-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50 ára og eldri

Liðakeppni synt er í 50m innilaug Laugardalslaugar og hlaupið á hlaupabrettum í World Class Laugum.

Skráning í tvírþraut smella hér

Forskráningu lýkur kl: 12:00 á hádegi daginn fyrir keppni.

Þátttökugjald er 2.500kr.

Keppnisgögn eru afhent í World Class Laugum. Vinsamlegast mætið tímanlega, eigi síðar en 30 mínútum fyrir keppni!

Upphitun í laug hefst kl. 20:30. Aðgangur í búningsklefa World Class er innifalinn í þátttökugjaldi.

Nánari upplýsingar hjá:  3aegir@gmail.com

Heiðmerkurtvíþraut 2016

Heiðmerkurtvíþraut Ægis vorið 2016

Nú er komið að því, sunnudaginn 17. apríl 2016, verður heiðmerkurtvíþraut Ægis haldin. Hlaup – hjól – hlaup.

Keppt verður í tveimur flokkum A flokki kvenna og karla, og B flokki byrjenda og ungmenna (1999 – 2002).

A flokkur:
Hlaup 4 km (2 hringir rauð leið)
Hjól 15 km (2 hringir blá leið)
Hlaup 4 km (2 hringir rauð leið)

B flokkur:
Hlaup 2 km (1 hringur rauð leið)
Hjól 7,5 km (1 hringur blá leið)
Hlaup 2 km (1 hringur rauð leið)

Skráning hér

heidtvi2016-2

12966336_10156910506470128_427498019_n

Ægir-Þríþraut 2014 – Citius, Altius, Fortius

Æfingar hjá Ægi-Þríþraut halda áfram á nýju ári af enn meiri krafti.

Æfingar veturinn 2013-2014:

Sundæfingar:
Þriðjudagar kl.6:00
Fimmtudagar kl.20:30
Sunnudagar kl.8:30 (æfing af blaði, án þjálfara)
Að auki er möguleiki á aukaæfingum með Garpahópi Ægis.
Staðsetning:  Innilaugin í Laugardalslaug
Þjálfarar: Gylfi Guðnason og Remi Spilliaert

Hjólaæfingar:
Þriðjudagar kl.20:30
Sunnudagar kl.10:00
Staðsetning:  Spinningsalur WorldClass Laugum
Þjálfarar:  Jens Viktor Kristjánsson og Ari Eyberg

Hlaupaæfingar:
Mánudagar kl.17:30
Miðvikudagar kl.17:30
Laugardagar kl.9:30
Staðsetning:  Lagt af stað og endað við WorldClass Laugum
Hlaupaæfingar eru stundaðar með hlaupahópnum Laugaskokki.
Þjálfarar:  Jens Viktor Kristjánsson og Borghildur Valgeirsdóttir

Þrekhringur:
Þriðjudagar kl.19:45
Þjálfari:  Jens Viktor Kristjánsson
Æfingabúðir verða haldnar í lok apríl, nánar auglýst síðar.

 

Mælingar:
Reglulega er boðið upp á þrek- og mjólkursýrumælingar í öllum þremur hlutum þríþrautar.
Keppnir á vegum Ægis3 á þessu ári:
Innitvíþraut 25.janúar (sund og hlaup)
Innitvíþraut 1.mars (sund og hlaup)
Tvíþraut í Heiðmörk 12.apríl (hlaup og hjól)
Ólympísk þríþraut á Laugarvatni 15.júní – Íslandsmót í Ól.þraut

Tvíþraut í Heiðmörk 29.sept (hlaup og hjól)
Skráning í Ægir3 er hér

 

Æfingagjöld m.v. að æfa 2 eða 3 greinar með félaginu eru 19.900 kr. fyrir tímabilið 1.jan – 31.ágúst, eða 5.000 kr ef greitt er fyrir 1 mánuð í einu.

Einnig er hægt að æfa aðeins sund eða aðeins hjólreiðar og er gjaldið þá 15.000 kr. eða 3.000 kr fyrir 1 mánuð í einu.

Æfingagjöld greiðast með millifærslu á bankareikning félagsins Rn. 303-26-44120, Kt. 441207-1070.

Vinsamlegast sendið staðfestingu greiðslu á netfangið aegir3@gmail.com.

Innifalið í æfingagjöldum

 • Sund 3 æfingar í viku
 • Hjól  2 æfingar í viku
 • Hlaup 3 æfingar í viku
 • 50% afsláttur af árskorti í allar sundlaugar RVK
 • 30% afsláttur af 6 og 12mán kortum hjá World Class
 • Frábær félagsskapur!

Ægir-Þríþraut 2014 – Citius, Altius, Fortius

Æfingar hjá Ægi-Þríþraut halda áfram á nýju ári af enn meiri krafti.

Æfingar veturinn 2013-2014:Sundæfingar: Þriðjudagar kl.6:00 Fimmtudagar kl.20:30 Sunnudagar kl.8:30 (æfing af blaði, án þjálfara) Að auki er möguleiki á aukaæfingum með Garpahópi Ægis.  Staðsetning:  Innilaugin í Laugardalslaug Þjálfarar: Gylfi Guðnason og Remi Spilliaert

Hjólaæfingar: Þriðjudagar kl.20:30 Sunnudagar kl.10:00 Staðsetning:  Spinningsalur WorldClass Laugum Þjálfarar:  Jens Viktor Kristjánsson og Ari Eyberg

Hlaupaæfingar: Mánudagar kl.17:30 Miðvikudagar kl.17:30 Laugardagar kl.9:30 Staðsetning:  Lagt af stað og endað við WorldClass Laugum Hlaupaæfingar eru stundaðar með hlaupahópnum Laugaskokki. Þjálfarar:  Jens Viktor Kristjánsson og Borghildur Valgeirsdóttir

Þrekhringur: Þriðjudagar kl.19:45 Þjálfari:  Jens Viktor Kristjánsson

Æfingabúðir verða haldnar í lok apríl, nánar auglýst síðar.