All posts by Svavar Svavarsson

LAUGARVATNSÞRÍÞRAUTIN     2017 

Ægir3 stendur fyrir fimmta Íslandsmeistaramótinu í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 18. júní, einnig verður boðið upp á sprettþraut og liðakeppni sem er tilvalin fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í þríþraut.

Ræst verður í ólympískri þríþraut klukkan 9:00 en í sprettþraut klukkan 10:00.

Verðlaun verða veitt í einstaklings- og liðakeppni auk útdráttarverðlauna.

(lokað hefur verið fyrir skráningu)

Skráningu lýkur á miðnætti 14. júní og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Ólympísk þríþraut
SUND – 1500m í Laugarvatni
HJÓL – 40km tveir hringir um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 10km þrír hringir um göngustíga og götur á Laugarvatni

Í boði bæði einstaklings og liðakeppni
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+.
Keppnisgjald er 8.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.500 kr. fyrir lið.

Athugið að keppnin er úrtökumót fyrir heimsmeistaramót alþjóða þríþrautarsambandsins. ITU

Sprettþraut
SUND – 400m í Laugarvatni
HJÓL – 10km einn hringur um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 3,3km einn hringur um göngustíga og götur á Laugarvatni

Einungis einstaklingskeppni í boði
Keppt verður í karla-og kvennaflokki.
Keppnisgjald er 5.000 kr.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.

Keppnisgöng verða afhent föstudaginn 16. júní, í versluninni TRI á Suðurlandsbraut 32. Á keppnisdag er mæting við skiptisvæðið sem er fyrir framan sundlaugina á Laugarvatni klukkan 7:45. Búningsaðstaða verður í Fontana. Keppnisfundur verður haldinn við skiptisvæðið klukkan 8:00.

Innifalið í keppnisgjaldi eru aðgangur að Fontana og súpa og brauð að lokinni keppni.

Keppt verður samkvæmt reglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.

Mynd af keppnisleiðum. Hjólaleggur sprettþrautar er styttri en á myndinni.

13219711_10157065974735128_1751947437_n13153338_10157065974740128_504804885_n

Innitvíþraut World Class og Ægir3

Innitvíþrautir World Class og Ægis3

Eins og áður 500m sund / 5km hlaup á bretti

Fimmtudaginn 7. desember 2017 klukkan 20:40

Keppni í flokkum

  • 16-24
  • 25-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50 ára og eldri

Liðakeppni synt er í 50m innilaug Laugardalslaugar og hlaupið á hlaupabrettum í World Class Laugum.

Skráning í tvírþraut smella hér

Forskráningu lýkur kl: 12:00 á hádegi daginn fyrir keppni.

Þátttökugjald er 2.500kr.

Keppnisgögn eru afhent í World Class Laugum. Vinsamlegast mætið tímanlega, eigi síðar en 30 mínútum fyrir keppni!

Upphitun í laug hefst kl. 20:30. Aðgangur í búningsklefa World Class er innifalinn í þátttökugjaldi.

Nánari upplýsingar hjá:  3aegir@gmail.com

Íslandsmót í ólympískri þríþraut á Laugarvatni

Ægir3 stendur fyrir Íslandsmeistaramóti í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 12. júní, einnig verður boðið upp á sprettþraut.

Ræst verður í ólympískri þríþraut klukkan 9:00 en í sprettþraut klukkan 9:30.

Verðlaun verða veitt í einstaklings- og liðakeppni auk útdráttarverðlauna.

(Skráning í ólympíska þríþraut hér)

(Skráning í sprettþraut hér)

Skráningu lýkur á miðnætti 8. júní og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Ólympísk þríþraut
SUND – 1500m í Laugarvatni
HJÓL – 40km tveir hringir um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 10km þrír hringir um göngustíga og götur á Laugarvatni

Í boði bæði einstaklings og liðakeppni
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+.
Keppnisgjald er 7.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.000 kr. fyrir lið.

Sprettþraut
SUND – 400m í Laugarvatni
HJÓL – 10km einn hringur um þjóðveg 37 frá Laugarvatni áleiðis að Svínavatni
HLAUP – 3,3km einn hringur um göngustíga og götur á Laugarvatni

Einungis einstaklingskeppni í boði
Keppt verður í karla-og kvennaflokki.
Keppnisgjald er 5.000 kr.

Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.

Keppnisgöng verða afhent föstudaginn 10. júní í versluninni TRI Suðurlandsbraut 32 milli kl: 15 og 18. Á keppnisdag er mæting við skiptisvæðið fyrir framan sundlaugina á Laugarvatni klukkan 7:45. Keppnisfundur verður haldinn við skiptisvæðið klukkan 8:00.

Veitingar fyrir keppendur að lokinni keppni og við verðlaunaafhendingu.

Keppt verður samkvæmt reglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.

Mynd af keppnisleiðum. Hjólaleggur sprettþrautar er styttri en á myndinni.

13219711_10157065974735128_1751947437_n13153338_10157065974740128_504804885_n

 

Heiðmerkurtvíþraut 2016

Heiðmerkurtvíþraut Ægis vorið 2016

Nú er komið að því, sunnudaginn 17. apríl 2016, verður heiðmerkurtvíþraut Ægis haldin. Hlaup – hjól – hlaup.

Keppt verður í tveimur flokkum A flokki kvenna og karla, og B flokki byrjenda og ungmenna (1999 – 2002).

A flokkur:
Hlaup 4 km (2 hringir rauð leið)
Hjól 15 km (2 hringir blá leið)
Hlaup 4 km (2 hringir rauð leið)

B flokkur:
Hlaup 2 km (1 hringur rauð leið)
Hjól 7,5 km (1 hringur blá leið)
Hlaup 2 km (1 hringur rauð leið)

Skráning hér

heidtvi2016-2

12966336_10156910506470128_427498019_n

Geir Ómarsson

Nafn: Geir Ómarsson aka Heartrate Man

Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut: 2010 en hafði hlaupið töluvert fyrir það.

Fjöldi þríþrautakeppna: Líklega um 25.

Uppáhalds morgunmatur: Prísísonlágkolvetnamorgunverður, latte, vatn, hleypt egg,
avokado og salsa. Keppnisdagsmorgunverður, espresso, 2 x ristað brauð, banani, orkudrykkur.
Geravelviðsigmorgunverður, latte, croisant með Nutella og eitthvað fleira óhollt.

Markmið: Skammtíma: Challenge Roth í sumar, stefni að góðri bætingu.
Langtíma: Halda áfram að bæta mig í öllum vegalengdum til fimmtugs og halda áfram eftir það.

Mottó: Stöðnun er ekki í boði.

geir

Þórunn Margrét Gunnarsdóttir

Nafn: Þórunn Margrét Gunnarsdóttir – kölluð Tóta.

Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut: Fór í mína fyrstu innitvíþrautinni í nóvember2014,
fram að því hafði ég aðeins guttlað í garpasundi og hlaupið aðeins með en lengi langað að prófa þríþraut.
Hafði reyndar ekkert hjólað svo hafði smá áhyggjur af því en eftir að ég kynntist Sarah Cushing og hún lét
þetta allt hljóma mjög spennandi og skemmtilegt, þá var ekki aftur snúið í febrúar 2015.

Fjöldi þríþrautakeppna: Kópavogsþríþrautin maí 2015, Ólympísk á Laugarvatni júni 2015 og svo
Sprettþraut 3N ágúst 2015.

Uppáhalds morgunmatur: Hafragrautur með döðlukurli, chia fræjum og möndlumjólk,,,reyndar finnst
mér ommiletta og boost alveg ómissandi morgunmatur eftir langa og stranga morgunæfingu hjá Söru

Markmið: Bæta mig frá því í fyrra, þarf sérstaklega að bæta mig á hjólinu þar er ég rétt að byrja.
ITU í Hamborg/Ólympísk í júlí og svo langar mig hálfan járnkarl hérna heima en dagsetningarnar passa ekki vel í ár.
Svo er Járnkarl á listanum, spurning hvenær…

Mottó: Njóta þess að æfa og keppa og geta verið með, það er ekki sjálfgefið. Prófa nýja hluti og
ögra sjálfri mér í leiðinni. Brosa

tota

Elsa Gunnarsdóttir

Nafn: Elsa Gunnarsdóttir

Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut: Fór á sundnámskeið hjá Gylfa í sept 2015 og
byrjaði í framhaldinu að mæta á sund og hjólaæfingar með Ægi3. Hef svo verið að hlaupa 1-2 í viku
með sjálfri mér. Hef alltaf stundað einhverjar íþróttir og eftir að hafa farið í 3/4 Landvættum
síðasta sumar ákvað ég að prófa að æfa þríþraut í vetur og taka svo stöðuna.

Fjöldi þríþrautakeppna: 0. Tók þátt í innitvíþrautinni í nóvember.

Uppáhalds morgunmatur: Hafragrautur með kókosolíu, hampfræjum og goji berjum.

Markmið: Hafa gaman af lífinu og fara út fyrir þægindarammann eins oft og ég get.
Taka þátt í Kópavogsþrautinni í maí og Ólympískriþraut á Laugarvatni í júní.

Mottó: Koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig.

elsa

Amanda Ágústsdóttir

– Name: Amanda Ágústsdóttir

When did I start racing triathlon: I did one triathlon on my own in 2014 for
fun but joined the team and started seriously training in feb of 2015. I was a year round competitive
swimmer from a very young age until 18 and I also ran track alongside swimming for fun while in high
school. I was always subtly influenced by triathlon by my long term swim coach who is a triathlete and
when he made the US national team in 2014 I took it as a “challenge accepted”.

Number of triathlons finished: 6

Favourite breakfast: Granola and almond milk on a good day and over easy eggs with
baked beans and toast on a bad day.NOM

– Goals: Become the best I can be and have fun along the way

Motto: ( Insert some cliche yet inspirational quote here)

amanda

Hafsteinn Guðmundsson

Nafn: Hafsteinn Guðmundsson

Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut: Mér finnst ég nú eiginlega ekki vera byrjaður að æfa
þríþraut enn – meira svona hluti af fjárhags- og félagslegu baklandi klúbbsins Byrjaði
annars að mæta á sundæfingar eftir að ég kláraði námskeið hjá Rémi haustið 2014 og fór svo að dútla á
hjólinu síðasta sumar. Hafði áður verið að hlaupa nokkuð. Síðustu 8 mánuðir hafa einkennst öðru fremur
af styrktar og sjúkraþjálfunarþema…þarf að ná mig út úr krónísku bak og mjaðmarugli…en það sem ekki
drepur mann gerir mann jú sterkari. Get ekki beðið eftir því að komast í að æfa markvisst…verkjalaus.

Fjöldi þríþrautakeppna: Ætli að þær séu ekki orðnar 5 talsins…sprettþrautir hjá Þríkó
og 3N / hálf ólympísk í hafnarfirðinum og svo Laugarvatn 2014…og ekki má gleyma tveimur titlum í
firmaþrautinni í Kópavoginum með Advania – Sorry Geir

Uppáhalds morgunmatur: Full English smile emoticon …en ég held mig nú við tröllahafra
og granóla langflesta morgna

Markmið: 2016 – ná mér verkjalausum, bæta mig á hjólinu…og vonandi ná leggja eitthvað
meira gagnlegt inn í reynslubankann 2017 – IronMan…og svo að hafa það sem eftir lifir lífsleiðarinnar heilsu
og orku til þess framkvæma hvaða áskorun sem manni langar að takast á við…

Mottó: Mistök okkar eru nauðsynlegt og dýrmætt innlegg í reynslubankann

hafsteinn