All posts by Jens Kristjánsson

Starfsárið 2015-2016

Árlegur kynningarfundur Ægis3 var haldinn sl. fimmtudagskvöld.
Farið var yfir helstu áherslur félagsins næsta árið, ný æfingatafla kynnt sem og þjálfarar félagsins.
Skipulag æfinga verður að mestu svipað og undanfarin ár, en með smávægilegum breytingum þó:
Sund: Morgunsundæfingar verða á mánudögum og þriðjudögum, kl.6:00 – 7:15, en kvöldæfingin á fimmtudögum er áfram inni, þannig að sundæfingar verða 3 í hverri viku (og einstaka laugardaga verður 4. sundæfingin sett inn með góðum fyrirvara).
Hjólreiðaæfingar: Við ætlum að vera með kjarnaæfingarnar okkar á trainerum í Crossfit RVK í Faxafeninu á fimmtudagsmorgnum kl.6:00 og laugardagsmorgnum kl.8:00.
(aðgangur á traineræfingar í CFR er innifalinn í æfingagjöldunum)
Við munum líka vera með útihjólaæfingar (fjallahjól eða crosshjól) á sunnudagsmorgnum eftir því sem veður leyfir.
Spinningæfingar verða því ekki lengur kjarnaæfingar í okkar töflu, en Ari verður með spinning í WorldClass 2-3svar í viku (sjá í kynningunni) sem við getum nýtt okkur eins og áður.
Hlaupaæfingar: Laugardagar verða brick-dagar, þannig að við hlaupum í framhaldi af traineræfingunni.
Að auki verða sendar út á blaði tillögur að hlaupaæfingum sem hægt er að taka þegar hentar, eða stilla sig saman á facebook, eða t.d. með Laugaskokki eða öðrum hlaupahópum.
Við vonumst ennþá til að komast eitthvað inn á hlaupabrautina í Laugardalshöllinni, en það er ekki komið á hreint.

Æfingagjöld fyrir æfingatímabilið 2015 – 2016 eru 44.000 kr.
Hægt er að dreifa æfingagjöldunum á 2 eða 4 jafnar greiðslum.
(40.000 kr ef greitt er í einni greiðslu.)
Æfingagjöld fyrir eina grein (sund eða hjól) eru 30.000 kr.
Æfingatímabil félagsins er 1.okt 2015 – 30.sept 2016.

Skráning fyrir starfsárið er komin af stað og við vonumst auðvitað til að sjá sem flest ykkar æfa með okkur í vetur og á næsta ári.  Skráning er hér!
(á skráningarforminu má sjá nánari upplýsingar um æfingagjöldin og greiðslufyrirkomulag)
Við biðjum ykkur að fylla út skráningarformið, jafnvel þó þið séuð búin að vera með okkur undanfarið starfsár, til að við séum með réttan póstlista, FB-grúppu o.s.frv.

Íslandsmeistaramót í þríþraut á Laugarvatni – Úrslit

Íslandsmeistaramótið í Ólympískri þríþraut fór fram að Laugarvatni í dag, sunnudaginn 14.júní 2015 í blíðskaparveðri.  Góð stemning ríkti yfir vötnum og Gísli Ásgeirs fór með gamanmál á skiptisvæðinu milli þess sem hann kynnti keppendur.
31 keppandi lauk keppni í ólympískri vegalengd, 3 byrjendur þreyttu sprettþraut og 1 lið fór ólympísku vegalengdina í boðkeppni.
Efstu sæti karla og kvenna:

Overall Female:
1 Sarah Cushing 2:39:01
2 Þórunn Margrét Gunnarsdótti 2:44:36 – Íslandsmeistari
3 Guðlaug Þóra Marinósdóttir 2:44:55
Overall Male:
1 Hákon Hrafn Sigurðsson 2:02:09 – Íslandsmeistari
2 Rúnar Örn Ágústsson 2:02:58
3 Sigurður Örn Ragnarsson 2:05:43

Heildarúrslit eru hér en verðlaunasæti má sjá hér rétt fyrir neðan.

Ægir3 þakkar keppendum fyrir þátttökuna, sjálfboðaliðum vel unnin störf og fjölmörgum styrktaraðilum fyrir stuðninginn:

Reiðhjólaverslunin Kría
Scanco ehf. – Brooks hlaupaskór
Aquasport
Kaffitár
Fontana Spa
Una Skincare
World Class
Saffran
Nivea
Ölgerðin
Clif Bar
Íslandsbanki
Margt Smátt
Sundlaug Laugarvatns

Sprettþraut:
1 Sandra María Sævarsdóttir 42:48
2 Rúna Rut Ragnarsdóttir 48:14
3 Inga Björg Stefánsdóttir 55:03

Ólympísk þraut – Aldursflokkar:

Aldursflokkur Nafn Rásnr Félag Sund T1 Hjól T2 Hlaup Lokatími
1 F 16-29 Amanda Marie Ágústsdóttir 72 Ægir3 0:34:45 01:26 01:33:04 01:10 0:58:26 03:08:52
1 F 30-39 Sarah Cushing 90 Ægir3 0:25:48 00:54 01:23:27 00:31 0:48:19 02:39:01
2 F 30-39 Telma Matthíasdóttir 92 3SH 0:29:32 01:32 01:20:27 00:39 0:53:00 02:45:12
3 F 30-39 Margrét Pálsdóttir 89 ÞRÍKÓ 0:41:53 01:14 01:16:24 00:44 0:55:26 02:55:42
1 F 40-49 Þórunn Margrét Gunnarsdóttir 98 Ægir3 0:27:27 01:29 01:27:38 00:52 0:47:07 02:44:36
2 F 40-49 Guðlaug Þóra Marinósdóttir 88 Ægir3 0:26:23 01:11 01:21:04 00:47 0:53:27 02:44:55
3 F 40-49 Vigdís Hallgrímsdóttir 93 Ægir3 0:34:17 01:20 01:21:20 00:41 0:47:49 02:45:28
4 F 40-49 Sigríður Lára Guðmundsdóttir 91 ÞRÍKÓ 0:28:12 02:07 01:22:59 00:59 0:52:59 02:47:17
5 F 40-49 Anna Helgadóttir 73 ÞRÍKÓ 0:31:44 01:35 01:21:19 00:50 0:54:48 02:52:18
6 F 40-49 Arndís Björnsdóttir 87 ÞRÍKÓ 0:36:09 02:05 01:31:26 01:01 01:01:35 03:14:17
1 F 50-99 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 94 3SH 0:42:16 01:48 01:26:44 01:35 0:52:20 03:04:44
Aldursflokkur Nafn Rásnr Félag Sund T1 Hjól T2 Hlaup Lokatími
1 M 16-29 Sigurður Örn Ragnarsson 49 Ægir3 0:21:43 00:31 01:05:00 00:18 0:38:08 02:05:43
2 M 16-29 Benoit EMO 24 Ægir3 0:23:28 00:51 01:08:39 00:21 0:40:52 02:14:14
3 M 16-29 Egill Valur Hafsteinsson 95 3SH 0:27:47 01:48 01:18:47 00:50 0:43:36 02:32:49
1 M 30-39 Rúnar Örn Ágústsson 48 3SH 0:27:09 01:10 00:57:57 00:26 0:36:14 02:02:58
2 M 30-39 Guðjón Karl Traustason 28 Ægir3 0:34:17 01:02 01:11:57 00:53 0:44:54 02:33:04
3 M 30-39 Stefán Reynisson 59 3SH 0:38:06 01:54 01:18:46 00:47 0:49:23 02:48:57
4 M 30-39 Árni Einarsson 22 ÞRÍKÓ 0:41:19 01:45 01:20:01 01:35 0:49:46 02:54:27
5 M 30-39 Einar Hrafn Hjálmarsson 25 UFA 0:35:58 01:46 01:23:27 01:07 0:54:11 02:56:31
6 M 30-39 Einar Rafn Viðarsson 26 Ófélagsb. 0:36:21 01:53 01:28:32 01:06 0:49:57 02:57:50
1 M 40-49 Hákon Hrafn Sigurðsson 38 3SH 0:27:09 00:43 00:57:59 00:33 0:35:43 02:02:09
2 M 40-49 Viðar Bragi Þorsteinsson 69 ÞRÍKÓ 0:23:37 00:55 01:01:39 00:32 0:40:58 02:07:43
3 M 40-49 Geir Ómarsson 27 Ægir3 0:30:51 00:43 01:11:47 00:21 0:37:44 02:23:29
4 M 40-49 Hörður Guðmundsson 39 Ægir3 0:23:28 00:56 01:19:41 00:58 0:46:25 02:31:40
5 M 40-49 Pétur Hannesson 45 Ægir3 0:33:29 01:01 01:10:41 00:40 0:46:58 02:32:51
6 M 40-49 Steinar B Aðalbjörnsson 60 Ægir3 0:30:54 01:01 01:21:18 00:39 0:44:24 02:38:18
1 M 50-99 Rafnkell Jónsson 47 3N 0:34:06 01:05 01:13:43 00:54 0:45:26 02:35:16
2 M 50-99 Trausti Valdimarsson 64 Ægir3 0:32:04 01:15 01:14:04 00:35 0:48:07 02:38:07
3 M 50-99 Guðmundur Herbert Bjarnason 29 3SH 0:35:00 01:26 01:09:58 01:14 0:57:20 02:44:59
4 M 50-99 Svavar G. Svavarsson 62 Ægir3 0:31:19 02:05 01:30:45 01:30 0:55:59 03:01:40
5 M 50-99 Alan Towler 21 Rugby Tri Club, UK 0:59:28 03:43 02:04:32 01:25 01:32:05 04:41:15